Sauðárkrókur

Kaffi krókur

KK restaurant er staðsettur á Aðalgötu og býður uppá fjölbreyttan matseðil, allt frá pizzum til steika. Kaffi Krókur er þátttakandi í Matarkistu Skagafjarðar og notast við hráefni úr héraði.

Grána Bistro

Grána Bistro er staðsett á Aðalgötu býður upp á girnilegar veitingar alls kyns vefjur, súpur og girnilegar kökur og gott kaffi. Grána Bistro notast við hráefni úr Matarkistu Skagafjarðar.

Hard Wok Cafe

Hard Wok Cafe leggur sig fram við að elda góðan mat úr fersku hráefni undir austurlenskum áhrifum. Þar er einnig boðið uppá ekta ítalskar pizzur, mexikóskan mat og frábæra hamborgara.

Sauðárkróks bakarí

Mögulega besta bakarí landsins. Allt brauð er handunnið og úrvalið þar er mjög fjölbreytt hvort sem um er að ræða brauð eða sætabrauð. Það ætti engin að fara í gegnum Skagafjörð án þess að kíkja í heimskókn í Bakaríið.

Bláfell Söluturn

Bláfell Söluturn er staðsettur á Skagfirðingabraut og býður upp á hamborgara, samlokur, báta, pylsur og ýmislegt annað gómsætt. Góð verð og góð þjónustua. Það ætti allir að prófa að fá sér eina djúpsteikta pylsu á Bláfell, hún klikkar ekki.

Berg Bistro

Hofsós – 37 km from Sauðárkrókur

Berg Bistro er staðsettur í gömlu pósthúsi og býður uppá létta rétti, hamborgara og samlokur. Staðurinn býður uppá frábært útsýni yfir hafið og á sumrin er frábært að sitja á stóru veröndinni fyrir utan staðinn. 

Staðsetning

KK Restaurant

KK Restaurant
Aðalgata 16, 550 Sauðárkrókur, Iceland
Direction

Hard Wok Café

Hard Wok Café
Aðalgata, Sauðárkrókur, Iceland
Direction

Sauðárkróksbakarí

Sauðárkróksbakarí
Aðalgata 5, Sauðárkrókur, Iceland
Direction

Berg Bistro

Berg Bistro
Suðurbraut 10, Hofsós, Iceland
Direction

Facebook

Like-aðu okkur á Facebook og fylgstu með því sem er að gerast á Skíðasvæði Tindastóls.

Góðan daginn skiða vinur,

2KM Gönugskíðabraut hefur verið lögð. Frábært veður er í fjallinu, hitastig: -6,4, vindhraði: 2 M.

Ágætis færi en þunnt á köflum.

Vegna COVID er enginn þjónusta opin á svæðinu og biðjum við því gönguskíðafólk að virða 2 metra regluna.

Um að gera á njóta útivistarinnar í fjallinu í dag.
... See MoreSee Less

View on Facebook

Svona er staðan í Tindastól í dag. Það snjóaði þó nokkuð mikið hjá okkur um helgina.

Staðfest: Gönguskíðabrautir hafa verið leyfðar. Við áætlum að opna brautina seinna í vikunni en mikilvægt er að virða tveggja metra regluna og að engin aðstaða verður opinn á svæðinu til að byrja með.

Frekari upplýsingar koma seinna í vikunni.
... See MoreSee Less

View on Facebook

Nú þar sem það hvítnar töluvert í fjöllunum og skíðamenn orðnir spenntir fyrir vetrinum, hafa umræður um opnun skíðasvæða verið tekinn fyrir.
Við bíðum spennt eftir frekari upplýsingum og stefnum við á opnun þegar aðstæður leyfa.

Við minnum á að forsala á vetrarkortum er hafin svo um að gera að nýta sér 20% afslátt af kortunum. Frekari upplýsingar hér á Facebook eða á skidi@tindastoll.is

Við höfum byrjað að ýta frá snjógirðingum og snjóar hressilega í fallega fjallinu okkar í dag.

Hlökkum til að sja ykkur í fjallinu, góða helgi.

www.ruv.is/frett/2020/11/19/raeda-vid-sottvarnayfirvold-um-opnun-skidasvaeda
... See MoreSee Less

View on Facebook

3 weeks ago

Skíðasvæði Tindastóls

Skíðasvæði Tindastóls's cover photo ... See MoreSee Less

View on Facebook

Kæru skiða vinir nær og fjær, nú fer að styttast í veturinn og erum við á skíðasvæðinu spennt að fá ykkur í fallega fjallið okkar. Við stefnum á að opna skíðasvæðið 1. desember.

Við höfum opnað fyrir forsölu á vetrarkortum svo um að gera að nýta sér 20% afsláttar tilboðið sem stendur til 15. desember. Verðskrá er óbreytt frá því í fyrra, en hana má finna hér: skitindastoll.is/verdskra/

Margt jákvætt er að gerast á svæðinu, en Skiðadeild Tindastóls stendur undir uppbyggingu á skíðaskála til að betrumbæta aðstöðu svæðisins.
Skálinn býður upp á:
- Sjúkraherbergi
- Búningsklefa
- Betri salernisaðstöðu
- Matsal
- Fundarherbergi
- Svefnpokapláss
- Hopeflingar
- Kvöldvökur
Og margt fleira

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband um nýja skiðaskálann.

Fyrir forsölu á vetrarkortum sendið okkur skilaboð her á Facebook eða í gegnum netfangið okkar: skidi@tindastoll.is

Hlökkum til að sjá sem flesta í vetur!⛷🏂🛷
... See MoreSee Less

View on Facebook

Hafa samband

skidi@tindastoll.is

+354 4536707

m.me/skitindastoll