Um svæðið

Skíðasvæðið er í vestanverðum Tindastól í dal sem heitir Ytridalur.  Dalurinn nær suður að Þröskuldi og norður að Lambárbotnum. Neðsti hluti hlíðarinnar heitir Lambárbreiður. Þar er fremur snjóþungt enda svæðið í vari fyrir norðanátt. Svæðið er í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki.

Lyftan byrjar í 445m hæð yfir sjó og liggur upp í 690 m hæð. Fyrstu 300 metrarnir eru hentugir fyrir byrjendur og þá sem ekki treysta sér í mikinn bratta, svo auðvelt er fyrir alla fjölskylduna að koma til okkar á skíði.

Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-5 km hringur í fjölbreyttu landslagi sunnan við lyftuna, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði. Hér er Tindastólsgangan haldin árlega, en hún er hluti af Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Ekki má gleyma fólkinu sem er á brettum, við bjóðum þeim að leika sér í giljum sem eru þarna á svæðinu að ógleymdum Lambárbotnunum sjálfum sem eru nánast lóðréttir og rennslið er um 3.km

Töfrateppi

Töfrateppið er kjörin staður til að hefja sinn skíða-/brettaferil. Töfrateppið er 40 metrar á lengd og fer rólega upp brekkuna. Nokkrar ferðir í töfrateppinu veita þér öryggi til þess að taka næsta skref á skíðum eða snjóbretti og skella þér í lyftuna.

Neðri lyftan var vígð 5. febrúar 2000. Lyftan er 1150 metrar að lengd. Byrjar í 445 m yfir sjávarmáli og fer upp í 683 m yfir sjávarmáli við enda lyftunar.

Neðri lyfta

Brekkan sem neðri lyftan stendur í er frábær brekka fyrir alla fjölskylduna. Byrjendur geta farið úr lyftunni hvar sem er og fyrstu metrarnir eru frekar flatir og því frábærir fyrir þá sem eru að byrja. Þegar upp er komið er hægt að velja úr fjölda leiða og eru þær mis krefjandi. Ef farið er beint niður samhliða lyftunni er sú leið mest krefjandi. 

Neðri lyftan var vígð 5. febrúar 2000. Lyftan er 1150 metrar að lengd. Byrjar í 445 m yfir sjávarmáli og fer upp í 683 m yfir sjávarmáli við enda lyftunar.

Topp lyfta

Topp lyftan var opnuð í mars 2019 og breytir svæðinu til muna með óendalegum leiðum niður. Lyftan er 1000 metrar. Byrjar í 600 metrum yfir sjávarmáli og fer upp í 918 metra yfir sjávarmáli við enda lyftunar.

Þó að brekkan upp með lyftunni sé brött kemur mikill flati þegar komið er upp á brún og ca. 350 metra flati að endamastri. Þaðan er hægt að velja mis krefjandi leiðir niður. Ef farið er suður Tindastól þá er sú leið hentug fyrir miðlungs skíðafólk. Suðurleiðin er einstaklega skemmtileg með mögnuðu útsýni inn Skagafjörð, Mælifellshnjúkurinn blasir við þegar skíðað er til suður. Útsýnið til vestur er einnig einstakt, hægt er að sjá alla leið vestur á Strandir í fallegu veðri. 

Vilji maður krefjandi leiðir mælum við með að fara niður samhliða lyftunni og taka alla brekkuna niður. Það reynir verulega á. Einnig mælum við með að fara til norðurs hjá Lambárbotnum og skíða þar niður í neðri lyftu. 

Göngubraut

Góða aðstaða er fyrir gönguskíðafólk í Tindastól bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Troðin er göngubraut alla þá daga sem er opið. Hægt er að velja leið eftir getustigi. Lengsti hringurinn er um 7 km. Hluti af göngubrautinni er upplýstur.

Neðri lyftan var vígð 5. febrúar 2000. Lyftan er 1150 metrar að lengd. Byrjar í 445 m yfir sjávarmáli og fer upp í 683 m yfir sjávarmáli við enda lyftunar.

Veitingaskáli

Veitingaskáli er á svæðinu og er hægt að fá þar t.d. samlokur, pylsur, franskar, drykk, kaffi, kakó og ýmislegt bakkelsi.

Útivistarsvæði

Skíðasvæðið er frábært útivistarsvæði sem einnig er hægt að nýta þegar ekki er snjór á svæðinu til fjallgöngu. 

Facebook

Like-aðu okkur á Facebook og fylgstu með því sem er að gerast á Skíðasvæði Tindastóls.

Aðalfundur skíðadeildar Tindastóls verður haldinn mánudaginn 2.sept kl 18:00 í græna skálanum upp á skíðasvæði. Allir velkomnir. ... See MoreSee Less
View on Facebook
Frábær dagur á skíðasvæðinu, 30 KM skíðaðir og ekki annað hægt en að vera í skýjunum með daginn ⛷️💪🏻Íslenska landsliðið í skíðum hefur æft á skíðasvæði Tindastóls í allan dag. Forstöðumaður skíðasvæðisins man ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður.Sjá frétt í athugasemdum: ... See MoreSee Less
View on Facebook
Því miður verður lokað í dag v/veðurs. ... See MoreSee Less
View on Facebook
Lokað í dag v/veðurs. ... See MoreSee Less
View on Facebook
Góðan daginn skíðavinir, svona leit þetta út í morgun, önnur alvöru sending um miðjan apríl 😅 þar sem færið og veðrið er er með besta Móti verður opið frá 16:30-19! 4 KM göngubraut á svæðinu. Koma svo allir í fjallið og nýtið þessar frábæru aðstæður. Kampavíns púður utanbrautar og sól ⛷️ ... See MoreSee Less
View on Facebook

Hafa samband

skidi@tindastoll.is

+354 4536707

m.me/skitindastoll

Um skíðasvæðið