1238 – Baráttan um Ísland
Sögusetrið 1238 er gagnvirk og alltumlykjandi sýning sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við þér að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inn í sögu Sturlungaaldar.
Glaumbær
Glaumbær er safn með endurnýjuðum torfbæ og timburhúsum, sem sýnir líf 18. og 19. aldar á Íslandi.
Torfbæirnir eru frá 18. og 19. öld en voru endurnýjaðir árið 1947. Bærinn sýnir hvernig búskaparlíf 18. og 19. aldar á Íslandi var. Gilsstofa og Ashus, eru einnig frá 19.öld. Ashus hýsir ýmsar sýningar og fallegt kaffihús.
Vesturfara
setrið
Hofsós – 37 km from Sauðárkrókur
Stofnað árið 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn, og íbúðar fyrir fræðimenn.
Puffin and friends
Puffin & Friends 360° er fróðleg sýning um lundann í Skagafirði og hvernig hlýnun jarðar hefur haft áhrif á lífríkið. Sýningin er einstök á landinu með samblöndu af sýndarveruleika, uppstillingum og kvikmyndum.
Hestaferðir
Margir landsmenn setja sma sem merki á milli hesta og Skagafjarðar enda Skagafjörður þekktur fyrir sín góðu hross. Það er því tilvalið að skella sér í stuttan reiðtúr meðan á dvöl stendur í Skagafirði. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja bjóða upp á hestaferðir í nágrennni við Sauðárkrók.
Sundlaugar
Það vita allir hversu notalegt það getur verið að skella sér í sund, sérstaklega eftir langan dag í fjallinu. Skagafjörður hefur upp á að bjóða fjölda sundlauga, á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsós. Hægt er að nálgast opnunartíma sundlauganna inn á sundlaugar.is
Like-aðu okkur á Facebook og fylgstu með því sem er að gerast á Skíðasvæði Tindastóls.
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.#skitindastoll á Instagram
Hafa samband
skidi@tindastoll.is
+354 4536707
m.me/skitindastoll
Um skíðasvæðið
Sauðárkrókur
Gagnlegir tenglar