Forsala hafin á vetrarkortum! Skíðavinir nær og fjær,
Það styttist með hverjum deginum í skíðagleðina í Tindastól. Það er gaman að segja frá því að hér hefur bætt töluvert í af snjó og erum við byrjuð að undirbúa svæðið fyrir opnun. Við stefnum á að opna svæðið í lok nóvember eða þegar aðstæður leyfa.
Forsala á vetrarkortum er hafin, við höfum tekið í notkun nýtt netsölu kerfi þar sem hægt er að kaupa vetrarkort hér á heimasíðunni undir “kaupa skíðakort“
Með öllum keyptum vetrarkortum fylgir Norðurlands skíðapassi sem gildir til 31. Mars 2022. Norðurlands kortið býður upp á tvo dagspassa á skíðasvæðum Norðurlands.
Hlökkum til að sjá ykkur í vetur![?][????][??]
?
Kveðja úr Skagafirði
Sigurður Hauksson
Tindastoll ski area
S:4536707 / 00354 8963938