Kæru skiða vinir, það er komið að því! Skiðasvæði Tindastóls opnar fyrir almenning. Neðra svæðið verður opið og sömuleiðis töfrateppið. 4KM gönguskiðabraut verður lögð. Sérstök kvöld opnun verður á svæðinu en lokar svæðið klukkan 21:00. Takmarkanir verða á skíðasvæðinu og eru gestir beðnir um um að hafa grímu þegar komið er á svæðið, við lyftu, upphafi lyftu, við skála, salerni og í skiðaleigu/miðasölu. Veitingasala verður lokuð. Svæðið verður vel merkt þeim sóttvarnar leiðbeiningum sem ber að fylgja. Grímuskylda er á gönguskiðasvæðinu og skíðasvæðinu fyrir þá sem fæddir eru fyrir 2005. Virðum 2 m regluna. Skíðasvæðið mun opna með 20% afköstum (225), og biðjum við því fólk að virða það að svæðið getur orðið uppselt ef mikið er um að vera. Grímu skylda er í miðasölu, hver fjölskylda má fara inn í miðasölu en annars skal sá næsti bíða þangað til að leyfi hefur verið gefið til að fara inn! Frekari upplýsingar koma í vikunni en vinnum saman og virðum þær sottvarnarleiðbiningar í von um góðan vetur! Við erum öll saman í þessu. Hlökkum til að sjá ykkur! Starfsmenn skiðasvæði Tindastóls
?